Friday, May 4, 2012

Sögustund


Nú byrja ég , semsagt um fyrir um það bil tveimur vikum síðan vakna ég við öskur frá Þór , ég er ekki að grínast hann var alveg brjálaður og þegar ég er að athuga hvað er í gangi kemst ég af því að það er búið að stela  hamrinum hans ! Þetta var alveg skelfilegt að einhver hafi vogað sér að stela honum. Ég var eiginlega að hlera því að þór sagði þetta ekki strax við mig heldur var hann að tala við Loka.

Loki kemur til mín og spyr mig hvort hann megi fá fjaðrahaminn minn lánaðann, þú getur flogið með því að breiðahonum yfir þig. Ég sagði að það væri bara minnsta málið og auðvitað gæti hann fengið haminn hvenær sem hann vildi.

Loki flýgur yfir í Jötunaheima og situr ekki Þrymur þar eins og asni með hundana sína og spyr Loka hvað sé að frétta haha eins og hann vissi ekki tilhvers hann væri kominn , en já Loki svara að það sé bara allt gott að frétta og spyr hvar í andskotanum hamarinn hans Þórs sé. Þrymur segir að hann sé átta röstum fyrir neðan jörðina og engin gæti sótt hann nema að koma með Freyju(mig) svo að hann gæti fengið að giftast mér.

Ég var án gríns BRJÁLUÐ þegar Loki kom til baka og sagði mér þetta , ég er sko ekki að fara í Jötunheima og giftast Þrym , það er bara ekki séns , ég vil ekkert að allir haldi að ég sé einhver hóra.

Flygist með hvað gerist í næsta bloggi.
Btw. ég gerði grín myndband af Þór skoðið og segiði hvað ykkur finnst.

1 comment:

  1. Flott myndband og ég er alveg sammála þér... þú átt ekki að láta þessa kalla endalaust vaða yfir þig á skítugum skónum. Segðu við sjálfa þig: "Ég er EKKI dyramotta!"

    Girl Power
    Frigg

    ReplyDelete