Tuesday, May 8, 2012

Endirinn

Góðan daginn kæru vinir , hvert vorum við komin með söguna , já alveg rétt Þór og Loki fara yfir til Jötunheima og Loki þóttist vera ambátt.
Þrymur sér þá/þær vera koma og segir öllum að gera allt klárt á stundinni því að Freyja ( ég/Þór) sé að fara giftast sér , haha þvílíkur hálviti að trúa þessu.

Loki og Þór setjast niður og eru kræsingar útum allt og endalaust af þeim, Þór borðað heilan uxa, 8 laxa og drakk 3 ker af bjór. Loki er að reyna segja honum að slappa af en hann hlustar ekki. Þrymur kemur til Loka og spyr hvernig kona geti borðað svona mikið. Loki hreykir útúr sér að Freyja borði bara svona mikið vegna þess að hún sé ekkert búin að borða í 8 daga fyrir spenningi.
Sem er auðvitað algert kjaftæði en eins auðtrúar og Þrymur er þá skildi hann þetta alveg, ég var svolítið móðguð bara því að ég gæti ALDREI borðað svona mikið.

Þór er með blæju yfir höfðinu á sér og Þrymur ætlaði að kyssa hann en þegar hann liftir upp blæjunni og sér augun þá kastast hann langt aftur í sal vegna þess að honum bregður svo við að sjá augun á henni.
Þrymur spyr Loka: Afhverju eru augun hennar Freyju svona hrillileg ég hef bara aldrei séð annað eins.
Þá svarar Loki: Þrymur minn , Freyja hefur ekkert sofið í 8 nætur vegna spennings , þú hlýtur að skilja það.

Eftir stutta stund segir Þrymur: Beriði hamar Þórs hingað inn og leggið hann í kjöltu freyju og gefið okkur saman.
Enn um leið og hamarinn var komin í kjöltu Freyju(Þórs) stekkur hann upp tekur hamarinn og drepur Þryn og aðra jötna Loki sagði að það hafi verið svakalegt að sjá þetta, Þór gjörsamlega  trilltist.

Svo þannig endaði það og náði sonur Óðins hamrinum sínum aftur.
ps.Þór hefur nefninlega alltaf sagt að hann er sá eini sem getur borið þennan hamar.


Hæ aftur ég ætla halda áfram með söguna mína, þegar Loki kemur svo til baka spyr Þór hvað hafi skeð og Loki segir honum að það muni enginn ná þessum hamrin nema Þrymur fái að giftast Freyju og svo fór Þór og Loki bara eitthvað að skipa mér fyrir og segja mér að klæða mig í brúðarkjólinn en eins og ég sagði í seinasta bloggi þá var ég allveg vitlaust og tók þetta sko ekki í mál.

Eftir þetta komum við öll saman ásynjur og æsir og Heimdallur kallar yfir alla og segist vera með hugmynd.

Hugmyndin var sú að láta Þór þykkjast vera ég (Freyja) og setja á hann brísingaminjið, hafa lykla hangandi á honum með fallegann höfuðklút og vera í kjól.   Vá þetta var einum of gott til að vera satt , ég sagði ekki neitt en inní mér hlóg ég alveg eins og vitleysingur.

Þór var sko ekki sáttur og sagði : ef ég klæði mig í kjól þá munu allir kalla mig homma eða að minnsta kosti halda það að ég sé hommi.
Þá segir Loki: Þeigiðu Þór , ég þoli ekki þetta helvítis væl sem kemur uppúr þér , ef þú gerir þetta ekki munu jötnar taka yfir Ásgarð og þú færð aldrei aftur að sjá hamarinn þinn.

Þetta var svo fyndið Þór skammaðist sín ekkert smá og þeir fara síðan nokkrum dögum seinna.
Þór og ég , þetta er mynd sem ég teiknaði sjálf

Friday, May 4, 2012

Sögustund


Nú byrja ég , semsagt um fyrir um það bil tveimur vikum síðan vakna ég við öskur frá Þór , ég er ekki að grínast hann var alveg brjálaður og þegar ég er að athuga hvað er í gangi kemst ég af því að það er búið að stela  hamrinum hans ! Þetta var alveg skelfilegt að einhver hafi vogað sér að stela honum. Ég var eiginlega að hlera því að þór sagði þetta ekki strax við mig heldur var hann að tala við Loka.

Loki kemur til mín og spyr mig hvort hann megi fá fjaðrahaminn minn lánaðann, þú getur flogið með því að breiðahonum yfir þig. Ég sagði að það væri bara minnsta málið og auðvitað gæti hann fengið haminn hvenær sem hann vildi.

Loki flýgur yfir í Jötunaheima og situr ekki Þrymur þar eins og asni með hundana sína og spyr Loka hvað sé að frétta haha eins og hann vissi ekki tilhvers hann væri kominn , en já Loki svara að það sé bara allt gott að frétta og spyr hvar í andskotanum hamarinn hans Þórs sé. Þrymur segir að hann sé átta röstum fyrir neðan jörðina og engin gæti sótt hann nema að koma með Freyju(mig) svo að hann gæti fengið að giftast mér.

Ég var án gríns BRJÁLUÐ þegar Loki kom til baka og sagði mér þetta , ég er sko ekki að fara í Jötunheima og giftast Þrym , það er bara ekki séns , ég vil ekkert að allir haldi að ég sé einhver hóra.

Flygist með hvað gerist í næsta bloggi.
Btw. ég gerði grín myndband af Þór skoðið og segiði hvað ykkur finnst.

Já hér á ég heima Ásgarði (sjá mynd fyrir neðan), rosa flott er það ekki. Ég ætla segja ykkur aðeins frá mér í stuttu máli ss. ég er Freyja og er flottust (alltilagi að hugsa vel um sjálfan sig) Ég á rosa flott hálsmenn sem kemur svolítið við sögu.
Ég á marga vini og er frekar vinsæl, en nóg um mig ég ætla að fara byrja að segja ykkur frá hvað gerðist hér um daginn , þetta fer í sögur bækurnar ég er alveg viss!

Velkomin

Hæ ég er Freyja og mun segja ykkur mína sögu af Þrymskviðu , ég vona að ykkur muni finnast þetta skemmtileg lesning og hafið gaman af.
 Bloggin koma inn fljótlega.