Þrymur sér þá/þær vera koma og segir öllum að gera allt klárt á stundinni því að Freyja ( ég/Þór) sé að fara giftast sér , haha þvílíkur hálviti að trúa þessu.
Loki og Þór setjast niður og eru kræsingar útum allt og endalaust af þeim, Þór borðað heilan uxa, 8 laxa og drakk 3 ker af bjór. Loki er að reyna segja honum að slappa af en hann hlustar ekki. Þrymur kemur til Loka og spyr hvernig kona geti borðað svona mikið. Loki hreykir útúr sér að Freyja borði bara svona mikið vegna þess að hún sé ekkert búin að borða í 8 daga fyrir spenningi.
Sem er auðvitað algert kjaftæði en eins auðtrúar og Þrymur er þá skildi hann þetta alveg, ég var svolítið móðguð bara því að ég gæti ALDREI borðað svona mikið.

Þrymur spyr Loka: Afhverju eru augun hennar Freyju svona hrillileg ég hef bara aldrei séð annað eins.
Þá svarar Loki: Þrymur minn , Freyja hefur ekkert sofið í 8 nætur vegna spennings , þú hlýtur að skilja það.
Eftir stutta stund segir Þrymur: Beriði hamar Þórs hingað inn og leggið hann í kjöltu freyju og gefið okkur saman.
Enn um leið og hamarinn var komin í kjöltu Freyju(Þórs) stekkur hann upp tekur hamarinn og drepur Þryn og aðra jötna Loki sagði að það hafi verið svakalegt að sjá þetta, Þór gjörsamlega trilltist.
Svo þannig endaði það og náði sonur Óðins hamrinum sínum aftur.
ps.Þór hefur nefninlega alltaf sagt að hann er sá eini sem getur borið þennan hamar.